Suðurnesjaliðin í stuði
Öll Suðurnesjaliðin í Domino’s deildinni í körfubolta karla sigruðu í leikjum sínum í kvöldi. Grindvíkingar unnu góðan útisigur á ÍR og Keflvíkingar og Njarðvíkingar unnu sannfærandi heimasigra.
Grindvíkingar unnu ÍR 78-81 á útivell og skoraði Lewis Jr. 20 stig. Dagur Kár Jónsson (Kr Gíslasonar Keflvíkings) skoraði 14 stig í sínum fyrsta leik með Grindavík en hann gekk til liðsins nýlega.
Njarðvíkingar unnu þægilegansigur á Skallagrími frá Borgarnesi 94-80. Stefan Bonneau kom sterkur inn og skoraði 30 stig og er ekki ólíklegt að Njarðvíkingar fari að snúa við blaðinu þegar hann er komnn á kreik.
Keflvíkingar unnu einnig létta sigur og voru andstæðingar þeirra Tindastóll. Lokatölur urðu 101-79 og skoraði Amin K. Stevens 35 stig, tók heil 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Alvöru Kani þarna á ferð. Guðmundur Jónsson átti einnig flottan leik og var með 23 stig.
Grindvíkingar eru í 3. sæti deildarinnar, Keflavík í fimmta og Njarðvíkingar í áttunda sæti eftir fimm umferðir.