Suðurnesjaliðin í fallbaráttunni
Útlitið svart hjá Grindvíkingum
Það virðist sem Suðurnesjaliðin Grindavík og Njarðvík muni berjast fyrir lífi sínu í Domino's deild kvenna í körfubolta þetta árið. Grindvíkingar töpuðu gegn Haukum á heimavelli sínum í gær á meðan Njarðvíkingar lögðu KR. Þar með er munurinn aðeins tvö stig á milli liðanna, Grindvíkingar hafa 14 á meðan Njarðvíkingar eru með 12 stig.
Haukar höfðu yfirhöndina framan af leik í gær og náðu afgerandi forystu í þriðja leikhluta og gerðu þá nánast út um leikinn. Grindvíkingar náðu að klóra í bakkann undir lokin en það dugði ekki til, lokatölur 70-83 fyrir Hauka.