Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Suðurnesjaliðin í fallbaráttunni
Mánudagur 17. febrúar 2014 kl. 09:38

Suðurnesjaliðin í fallbaráttunni

Útlitið svart hjá Grindvíkingum

Það virðist sem Suðurnesjaliðin Grindavík og Njarðvík muni berjast fyrir lífi sínu í Domino's deild kvenna í körfubolta þetta árið. Grindvíkingar töpuðu gegn Haukum á heimavelli sínum í gær á meðan Njarðvíkingar lögðu KR. Þar með er munurinn aðeins tvö stig á milli liðanna, Grindvíkingar hafa 14 á meðan Njarðvíkingar eru með 12 stig.

Haukar höfðu yfirhöndina framan af leik í gær og náðu afgerandi forystu í þriðja leikhluta og gerðu þá nánast út um leikinn. Grindvíkingar náðu að klóra í bakkann undir lokin en það dugði ekki til, lokatölur 70-83 fyrir Hauka.

Grindavík: Crystal Smith 24/6 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 17/11 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 15, Jeanne Lois Figeroa Sicat 8/4 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 4/5 fráköst, Mary Jean Lerry F. Sicat 2, Hrund Skuladóttir 0, Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024