Suðurnesjaliðin í eldlínunni í kvöld
Seinni hluti átta liða úrslitana í Powerade-bikar karla fara fram í kvöld. Suðurnesjaliðin þrjú, Grindavík, Keflavík, og Njarðvík verða í eldlínunni. Stórleikur verður í Röstinni í Grindavík þegar heimamenn mæta Njarðvík. Miklar breytingar hafa verið á báðum þessum liðum sumar og því verður fróðlegt að fylgjast með hvernig liðunum reyðir af.
Keflavík fær Þór Akureyri í heimsókn í Toyotahöllina. Keflavík er að leika sinn fyrsta leik í keppninni, en Þór Ak. hafði betur gegn Stjörnunni í hörkuleik í 16. liða úrslitum. KR og Snæfell hafa nú þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum.
Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
VF-MYND/JBÓ: Það verður hart barsist í leik Grindavíkur og Njarðvíkur í kvöld.