Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Suðurnesjaliðin auðveldlega áfram í bikarnum
  • Suðurnesjaliðin auðveldlega áfram í bikarnum
Mánudagur 2. nóvember 2015 kl. 11:01

Suðurnesjaliðin auðveldlega áfram í bikarnum

Keflvíkingar héldu kennslustund í körfubolta. Njarðvík fær Stólana í heimsókn í kvöld.

Um helgina fóru fóru fram 32-liða úrslit í karlaflokki í Powerade bikarnum í körfubolta þar sem Suðurnesjaliðin áttu góðu gengi að fagna.

Keflvíkingar tóku KV í kennslustund í íþróttahúsi stúdenta og unnu 80 stiga sigur, 56-136 lokatölur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með lið FSU í Mustad höllinni þar sem heimamenn unnu 20 stiga sigur, 91-71.  

Í kvöld taka svo Njarðvíkingar á móti þjálfaralausum Tindastólsmönnum í Ljónagryfjunni klukkan 19:15

Suðurnesjaliðin sem eru þegar komin áfram eru því: Reynir Sandgerði, Njarðvík b, Keflavík og Grindavík.