Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaliðin auðveldlega áfram í átta liða úrslit
Sara Logadóttir reynir við þrist í gær. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 10. desember 2023 kl. 18:11

Suðurnesjaliðin auðveldlega áfram í átta liða úrslit

Keflavík, Grindavík og Njarðvík tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í gær. Njarðvík var reyndar eina liðið sem þurfti að spila leik en andstæðingar Keflavíkur og Grindavíkur gáfu sína leiki.

Njarðvík - Tindastóll 89:67

Fyrstudeildarlið Tindastóls var ekki mikil fyrirstaða fyrir Njarðvík sem leyfði ungu leikmönnum sínum að safna í reynslubankann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þótt Tindastóll hafi lengi vel staðið í Njarðvíkingum reyndust heimakonur mun sterkari á lokasprettinum.

Njarðvík hefur því tryggt sér sæti í átta liða úrslitum eins og Keflavík og Grindavík. Í sextán liða úrslitum átti Keflavík að leika gegn Keflavík U og Grindavík gegn ÍR.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, smellti af nokkrum myndum í leik Njarðvíkur og Tindastóls sem fór fram í Ljónagryfjunni í gær.

Njarðvík - Tindastóll (89:67) | VÍS-bikar kvenna 9. desember 2023