Suðurnesjaliðin á sigurbraut í neðri-deildunum
Njarðvíkingar sigruðu lið Tindastóls, 1-2, á útivelli á laugardag í 2. deild karla í knattspyrnu. Sævar Gunnarsson skoraði fyrsta markið eftir aðeins tvær mínútur en það var Sverrir Þór Sverrisson sem skoraði seinna markið á 64. mínútu. Heimamenn náðu að minnka muninn úr vítaspyrnu á 75. mínútu en nær komust þeir ekki. Víðir sigraði Skallagrím, 0-3, sl. föstudag en leikurinn fór fram í Borganesi. Mörk Víðis skoruðu Atli Rúnar Hólmbergsson , Rafn Markús Vilbergsson og Kristinn Jón Ólafsson.
Njarðvík er í öðru sæti í 2. deildinni með 23 stig eftir 11 leiki en Víðir er í því fjórða með 18 stig.
Reynir Sandgerði sigraði Úlfana, 0-2, í 3. deildinni sl. föstudag og var það Eysteinn Már Guðvarðsson sem skoraði bæði mörkin fyrir Reyni. Lið Reynis er svo gott sem að stinga af í B-riðli 3. deildar en þeir eru með 25 stig hafa nú níu stiga forskot á næsta lið.
Njarðvík er í öðru sæti í 2. deildinni með 23 stig eftir 11 leiki en Víðir er í því fjórða með 18 stig.
Reynir Sandgerði sigraði Úlfana, 0-2, í 3. deildinni sl. föstudag og var það Eysteinn Már Guðvarðsson sem skoraði bæði mörkin fyrir Reyni. Lið Reynis er svo gott sem að stinga af í B-riðli 3. deildar en þeir eru með 25 stig hafa nú níu stiga forskot á næsta lið.