Suðurnesjakylfingarnir úr leik
Íslandsmótið í holukeppni í golfi fer nú fram á
Örn Ævar mætti hinum þaulreynda Sigurði Péturssyni í bráðabana. Sigurður og Örn Ævar voru jafnir eftir 18 holur og héldu því áfram. Fengu báðir par á fyrstu holu í bráðabana en Sigurður fékk par á annarri holunni í bráðabananum þar sem Örn varð að sætta sig við skolla og því komst Sigurður áfram í 8 manna úrslit.
Stutt og laggott hjá Suðurnesjamönnum að þessu sinni og ljóst að Íslandsbikarinn í holukeppni í karlaflokki er á leiðinni frá Suðurnesjum þar sem Örn Ævar átti titil að verja í keppninni.
VF-mynd/ Jón Björn Ólafsson – [email protected] – Örn Ævar og Sigurður takast í hendur að loknum bráðabananum fyrr í dag.
Nánar um mótið á www.kylfingur.is