Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjakroppar í Háskólabíó
Þriðjudagur 10. apríl 2012 kl. 11:38

Suðurnesjakroppar í Háskólabíó



Suðurnesjamenn stóðu sig vel að venju þegar Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt fór fram í Háskólabíó nú um páskahelgina. Freyja Sigurðardóttir varð þar Íslandsmeistari kvenna í fitness en Freyja hefur verið sigursæl í þessari íþrótt um langt skeið. Ásdís Þorgilsdóttir varð í 3. sæti í flokki kvenna eldri en 35 ára og Inga Lára Jónsdóttir 6. sæti í módelfitness.

Þórmundur Hallson hafnaði í 4 sæti í fitness karla en þetta er hans fyrsta mót. Karl Júlíusson varð svo í 2. sæti í vaxtarrækt en myndasafn frá mótinu má nálgast hér á ljósmyndavef Víkurfrétta.

VFMyndir GEin/ Þórmundur Hallsson náði fínum árangri á sínu fyrsta móti en Freyja er orðin þrælvön því að sigra svona mót.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024