Íþróttir

Suðurnesjakonur sigursælar í fótboltanum
Föstudagur 19. ágúst 2016 kl. 09:19

Suðurnesjakonur sigursælar í fótboltanum

Grindavík og Keflavík á leið í umspil í 1. deild

Grindvíkingar fögnuðu öruggum sigri gegn Aftureldingu á útivelli í 1. deild kvenna í fótbolta í gær. Niðurstaðan 1-4 sigur toppliðins þar sem Lauren Brennan skoraði tvö markanna fyrir gestina frá Grindavík. Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Linda Eshun skoruðu sitt markið hvor. Grindvíkingar eru með sex stiga forystu á toppi deildarinnar.

Keflvíkingar komu sér í þriðja sætið með 2-0 sigri á Fjölni á heimavelli sínum. Sólveig Lind Magnúsdóttir og Anita Lind Daníelsdóttir skoruðu mörk Keflvíkinga í leiknum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Aðeins er ein umferð eftir í deildinni. Í ár er keppt í þremur riðlum í 1. deild. Þrjú lið úr hverjum riðli, auk liðsins með betri árangur í 4. sæti í A og B riðli tryggja sér þátttöku í 1. deildinni að ári. Tvö af þessum 10 liðum tryggja sér þó sæti í Pepsi deildinni. A og B riðlarnir eru skipaðir liðum að sunnan en í C - riðli eru lið að austan og norðan, Keflavík er í B-riðli. Að lokinni riðlakeppninni fer fram úrslitakeppni um sæti í Pepsi deildinni. Þrjú efstu liðin í A og B riðli og tvö efstu liðin úr C-riðli komast í úrslitakeppnina, samtals átta lið.