Íþróttir

Suðurnesjakonur fögnuðu Íslandsmeistaratitli með Snæfelli
Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir hefur leikið frábærlega í vetur.
Miðvikudagur 27. apríl 2016 kl. 14:06

Suðurnesjakonur fögnuðu Íslandsmeistaratitli með Snæfelli

Snæfell varð í gær Íslandsmeistari kvenna í körfubolta þriðja árið í röð. Í liðinu eru þrjár Suðurnesjakonur sem hafa látið að sér kveða í þessu frábæra liði sem fagnaði einnig bikarmeistaratitlinum í ár. Bryndís Guðmundsdóttir er einn af lykilleikmönnum liðsins en hún skoraði 12 stig í oddaleiknum gegn Haukum í gær. Andrea Björt Ólafsdóttir hefur fengið að leika nokkuð með liðinu í vetur en hún er uppalinn Grindvíkingur sem lék lengi vel með Njarðvík. Erna Hákonardóttir er einnig í liðinu en hún er uppalinn Keflvíkingur sem hafði áður leikið með Njarðvík frá árinu 2011.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024