Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjafólk öflugt á Þrekmótaröðinni
Kristjana Hildur Gunnarsdóttir vinnur gjarnan til verðlauna á Þrekmótaröðinni.
Þriðjudagur 2. febrúar 2016 kl. 10:22

Suðurnesjafólk öflugt á Þrekmótaröðinni

Crossfitleikar Þrekmótaraðarinnar 2016 fóru fram um s.l. helgi en þar voru Suðurnesjamenn sigursælir.

Njarðvíkingurinn Högni Róbert Þórðarson sigraði þar í keppni 39 ára og eldri. Í keppni undir 39 ára varð Keflvíkingurinn Jóhanna Júlía Júlíusdóttir í þriðja sæti en hún sigraði einnig í parakeppni í sama aldursflokki ásamt Suðurnesjamanninum Arnþóri Inga Guðjónssyni. Þar hafnaði Suðurnesjafólkið Kristjana Hildur Gunnarsdóttir og Aron Ómarsson í þriðja sæti. Einnig náðist góður árangur í liðakeppni en þar höfnuðu lið frá Crossfit Suðurnes í þriðja sæti í bæði karla- og kvennaflokki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keppnin fór fram í Digranesi í Kópavogir, en sjá má úrslit úr mótinu hér.