Suðurnesjadrengir í U17
Fjórir Suðurnesjamenn voru valdir í 18 manna hóp U17 landslið karla í knattspyrnu. Lúkas Kostic hefur valið þá Aron Elís Árnason Reynir Sandgerði, Árna Frey Ásgeirsson Keflavík, Sigurberg Elísson Keflavík og Andra Fannar Freysson Narðvík, til að fara með liðinu á Norðurlandamót í Svíþjóð 28.júlí – 2.ágúst.
Íslendingar leika í B-riðli ásamt Norðmönnum, Finnum og Englendingum.
Báðir markmenn U17 liðsins eru frá Suðurnesjum, Aron Elís og Árni Freyr.