Suðurnesja-Boltinn næstu daga
Keflvíkingar taka á móti Breiðabliki í Pepsí-deild karla á sunnudagskvöld kl. 20:00 á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Á mánudagskvöldið taka svo Grindvíkingar á móti Stjörnunni. Íslandsmótið í knattspyrnu er hálfnað og eru þetta fyrstu leikirnir í síðari umferðinni.
Í kvöld er leikið í 1. deildinni en þá taka Njarðvíkingar á móti Leikni Reykjavík á Njarðtaksvellinum kl.20.
Á morgun leika bæði Reynir og Víðir í 2. deildinni. Reynismenn fá Hvöt til Sandgerðis kl. 14 og á sama tíma leika Víðismenn á Ólafsfjarðarvelli þar sem þeir mæta KS/Leiftri.
Næsti leikur í Pepsí-deild kvenna er hins vegar á þriðjudag þegar Grindavíkurstúlkur taka á móti Stjörnunni í Grindavík og hefst leikurinn kl. 19:15.
Mynd: Ólafur Thordersen, stuðningsmaður Njarðvíkur, var eitthvað farinn að þreytast þegar Njarðvíkingar mætti Fjölni á dögunum. Vildi örugglega komast fljótlega heim í háttinn... VF-mynd: Hilmar Bragi