Subwaybikarinn: Bæði lið Keflavíkur komin í 8-liða úrslit
Bæði karla- og kvennalið Keflavíkur tryggðu sér um helgina sæti í 8-liða úrslitum Subway bikarkeppninnar.
Í karladeildinni mættust Keflavík og Valur og fór leikurinn fram í Vodafonehöllinni. Keflavík sigraði með 10 stiga mun, 100 – 90, leiddi 33-21 eftir fyrsta leikhluta og hafði 15 stiga forystu í hálfleik, 59-44.
Gunnar Einarsson og Gunnar H. Stefánsson voru stigahæstir í liði Keflavíkur með 16 stig hvor. Þröstur Leó Jóhansson og Hörður Axel Vilhjálmsson skoruðu15 stig hvor.
Í kvennadeildinni mættust Keflavík og Grindavík í Toyota Höllinni. Keflavík hafði betur, 70 – 61 og var ávallt skrefinu á undan allan leikinn. Staðan í hálfleik var 39 – 33 fyrir Keflavík.
Kristi Smith var stigahæst liði Keflavíkur með 20 stig. Birna Valgarðsdóttir var einnig öflug í liði Keflavíkur, skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 15 stig.
Í liði Grindavíkur var Michele DeVault stigahæst með 16 stig. Jovana Lilja Stefánsdóttir skoraði 12 stig.
8 liða úrslit karla:
UMFN
Keflavík
Grindavík
Fjölnir?Snæfell
ÍR
Tindastóll
Breiðablik
8-liða úrslit kvenna:
Hamar
Keflavík
Fjölnir
Laugdælir
Haukar
Snæfell
Þór Akureyri
Leikur Grindavíkur b og Njarðvíkur fer fram í kvöld og þá ræðst hvort liðið fer í 8 liða úrslitin.
---
VFmynd/ Hilmar Bragi – Bryndís Guðmundóttir sækir að körfu Grindvíkinga.