Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Subasic með Njarðvíkingum í kvöld?
Fimmtudagur 16. október 2008 kl. 14:47

Subasic með Njarðvíkingum í kvöld?

Slobodan Subasic verður að öllum líkindum með Njarðvík í fyrsta leik mótsins gegn nýliðum FSU.  Samningi hans ásamt Heath Sitton og Colin O´Reilly var sagt upp á dögunum, en samningar hafa tekist á milli hans og stjórnar körfuknattleiksdeildar UMFN að hann verði með liðinu til 1. nóvember a.m.k.  Að sögn Sigurðar H. Ólafssonar formanns, þá lýsti Subasic yfir miklum áhuga á því að leika áfram með liðinu og vinna þar með út uppsagnarfrestinn.  "Hvað svo verður, mun einfaldlega koma í ljós enda þarf í raun að endurskoða allan reksturinn frá degi til dags á þessum ótrúlegu tímum" bæti Sigurður við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024