Styrktarpúttmót Arnar Ævars
Púttmót verður haldið í inniaðstöðu GS til styrktar atvinnukylfingnum Erni Ævari Hjartarsyni þriðjudaginn 11. mars kl 18.00-20.00. Leiknar verða 36 holur. Vegleg verðlaun fyrir 1.-3. sæti og flest bingó.
Þáttökugjald er kr 1000.- (frjálsframlög) kr 500.- fyrir aukahring. Allir sem vilja leggja Erni Ævari lið eru hvattir til að mæta.
Mynd/Kylfingur.is