Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Styrktarmót á Kálfatjarnarvelli um helgina
Fimmtudagur 9. júní 2005 kl. 10:36

Styrktarmót á Kálfatjarnarvelli um helgina

Opið styrktarmót fyrir Guðjón Sigurðsson og fjölskyldu sem slást við MND verður haldið á Kálfatjarnarvelli á laugardag.  Félagar hans hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar efna til mótsins í þeim tilgangi að hjálpa Guðjóni, konu hans og þremur dætrum á þessum erfiðu tímum. Guðjón sem er 45 ára pípulagningameistari og starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, greindist með MND í mars 2004 og hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu MND félagsins á Íslandi síðan. Í dag er hann formaður félagsins og hefur unnið þrekvirki í að afla fé til rannsókna og stuðnings við þá sem þjást af þessum ólæknandi sjúkdómi.

 "Golfað fyrir lífið" er punktakeppni þar sem í boði eru vegleg verðlaun fyrir 1.-5. sæti, nándarverðlaun og fl. Meðal styrktaraðila eru BT, Sláturfélag suðurlands, A. Hansen, Golfbúðin, Byko í Hafnarfirði o.fl. Þátttakendur geta keypt aukabolta sem veita fleiri tækifæri til að vinna nándarverðlaunin.  Einnig mun Guðjón sjá sjálfur um að stjórna púttkeppni á meðan á mótinu stendur, þar verða einnig vegleg verðlaun í boði.

 Ræst verður út á milli kl. 9:30-12:30 og mótsgjaldið er 3.000 kr., þátttakendur í púttkeppni greiða 1.000 kr. og aukaboltar í nándarverðlaunakeppni verða seldir á 500 kr. stykkið.
Skráning er opin á www.golf.is

VF-mynd, kylfingur.is/Valur Jónatansson: Kálfatjarnarvöllur er í ótrúlega góðu ástandi í dag, flatir með því besta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu og brautir góðar. 


 

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024