Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Styrktarmót á bestu flötum landsins
Miðvikudagur 3. september 2014 kl. 15:40

Styrktarmót á bestu flötum landsins

- Á Húsatóftavelli í Grindavík

Sveit Golfklúbbs Grindavíkur mun halda styrktarmót laugardaginn 6. september til að standa straum af kostnaði við þátttöku í sveitakeppni GSÍ fyrr í sumar. Sveit GG náði sínum besta árangri frá upphafi þegar sveitin hafnaði í fjórða sæti í 2. deild sem leikin var á Kiðjabergsvelli.

Styrktarmótið fer fram á laugardag á Húsatóftavelli í Grindavík og verður leikið með Texas Scramble leikfyrirkomulagi. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir efstu sex sætin í mótinu og jafnframt verða veitt nándarverðlaun á öllum par-3 brautum vallarins.

Public deli
Public deli

Völlurinn sjaldan verið betri

„Húsatóftavöllur hefur sjaldan verið í betra ásigkomulagi. Flatirnar hafa verið frábærar í sumar en líta einstaklega vel um þessar mundir. Margir þeirra sem leika völlinn segja flatirnar vera þær bestu á Íslandi,“ segir Halldór Einir Smárason, formaður Golfklúbbs Grindavíkur.

„Þetta er þriðja árið sem Húsatóftavöllur er leikinn sem 18 holu golfvöllur og er farinn að festa sig í sessi. Völlurinn hefur verið vel sóttur í sumar og þá sérstaklega af kylfingum frá höfuðborgarsvæðinu. Við hvetjum kylfinga til að koma í heimsókn til okkar í haust og sannreyna það hvort þetta séu bestu flatir landsins.“

Glæsileg verðlaun

Það eru svo sannarlega glæsileg verðlaun í styrktarmótinu. Veitt verða gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði fyrir efstu sex sætin. Nándarverðlaun verða á öllum par-3 brautum vallarins og einnig fyrir lengsta teighöggið á 11. braut. Nánari upplýsingar um verðlaun verða kynnt síðar.

1. sæti - 2x 35.000 kr.- gjafabréf frá Golfbúðinni

2. sæti - 2x 25.000 kr.- gjafabréf frá Golfbúðinni

3. sæti - 2x 20.000 kr.- gjafabréf frá Golfbúðinni

4. sæti - 2x 15.000 kr.- gjafabréf frá Golfbúðinni

5. sæti - 2x 10.000 kr.- gjafabréf frá Golfbúðinni

6. sæti - 2x 7.500 kr.- gjafabréf frá Golfbúðinni

Skráning er hafin á Golf.is og verður ræst út frá kl. 08:00 til 14:00. Veðurspáin lítur vel út og stefnir í frábæra golfhelgi á Húsatóftavelli í Grindavík.

Sveit GG.