Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sturla sterkastur á Suðurnesjum
Föstudagur 7. september 2007 kl. 12:03

Sturla sterkastur á Suðurnesjum

Keppnin um sterkasta mann Suðurnesja fór fram á Ljósanótt þar sem Sturla Ólafsson hafði sigur úr býtum með 40,5 stig. Keppnin var fjörug og spennandi en slíkt hið sama verður seint sagt um veðrið á keppnisdegi.

 

Auk þess að hafa sigur í mótinu setti Sturla nýtt met í Hólmsteinshellunni þegar hann fór með hana 25,35 metra. Glæsilegt afrek. Younes Boumihdi varð annar í keppninni með 30,5 stig og Jói sterki eins og hann er kallaður varð þriðji með 29 stig.

 

Kynnar í mótinu voru þeir Sölvi Fannar og Hjalti Úrsus en dómarar og leikstjórar voru þeir Freyr Bragason og Herbert Eyjólfsson. Styrktaraðilar mótsins voru Reykjanesbæ, BSN umboðið, UMFN Massi, Langbest, Remax Keflavík og fjöldi annarra velunnara.

 

Mynd: Sturla er lengst til vinstri á myndinni, Younes Boumihdi fyrir miðju og Jói sterki lengst til hægri.

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024