Sturla Íslandsmeistari í bekkpressu: Pulsaði sig upp um flokk
Sturla Ólafsson frá
Sturla varð sterkasti maður Suðurnesja í keppni sem fram fór á Ljósanótt og í viðtali skömmu síðar í Víkurfréttum sagðist hann ætla sér yfir 200 kg múrinn á nýju ári. Hann gerði gott betur en það og fór 12,5 kg yfir gefið loforð.
,,Jakob Baldursson lyfti 240 kg í bekknum í 110 kg flokki en hann er einn sterkasti bekkpressumaður landsins um þessar mundir. Ég brunaði því út á pylsuvagn, hámaði í mig tvær pulsur, liter af orkudrykk og prins póló,” sagði Sturla og við vigtun vó hann 110,3 kg og keppti því í 125 kg flokki. ,,Þetta er alveg eins og í skákinni, maður þarf að spá vel í þessu,” sagði Sturla.
Jafnframt því að vera persónulegt met Sturlu er lyftan hans í Laugardalshöll einnig Reykjanesmet í bekkpressu. Fyrrum methafinn var Lúðvík Björnsson en hann setti metið 10. maí árið 2002 þegar hann lyfti 200 kg í bekknum.
Sturla er þekktur sem maður með metnað og hann stefnir að því að lyfta 800 kg í samanlögðu, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Á mótinu í Laugardalshöll um helgina var keppt með búnaði, þátttakendur eru þá í bekkpressubolum sem gefa nokkur kíló til viðbótar í lyftunum. Sturla sagði þó að meiri áhugi væri að kvikna fyrir mótum þar sem ekki er stuðst við lyftingabúnað á borð við bekkpressubolina. Sturla á mest 190 kg í bekkpressu án þess að notast við bekkpressubol.
Um helgina fer fram Massamót í réttstöðulyftu en sökum anna í vinnu verður Sturla fjarri góðu gamni en hann verður engu að síður með sinn fulltrúa í mótinu. ,,Sonur