Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stuðningsmenn Grænu Ljónanna hittast fyrir leik kvöldsins
Miðvikudagur 21. nóvember 2012 kl. 15:01

Stuðningsmenn Grænu Ljónanna hittast fyrir leik kvöldsins

Í kvöld fá Njarðvíkurstúlkur stöllur sínar úr Grindavík í heimsókn en leikurinn hefst kl 19.15. Bæði lið hafa ekki átt..

Í kvöld fá Njarðvíkurstúlkur stöllur sínar úr Grindavík í heimsókn en leikurinn hefst kl 19:15 og fer fram í Ljónagryfjunni. Bæði lið hafa ekki átt neinu sérstöku gengi að fagna það sem liðið er af vetri og eru neðarlega á töflunni. Njarðvík varð tvöfaldur Íslandsmeistari á síðustu leiktíð.

Hefur körfuknattleiksdeild UMFN ákveðið að bjóða meðlimum Grænu Ljónanna að koma og hitta aðstoðarþjálfara liðsins Lárus Inga Magnússon þar sem hann mun fara yfir leikinn með stuðningsmönnum kl 18:30 í Boganum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta, fá sér kaffi og meðlæti og heyra hvað Lárus Ingi hefur fram að færa bæði hvað varðar leiksskipulagið fyrir leik sem og hvernig upphafið á tímabilinu hefur verið fyrir stelpurnar. Njarðvíkurliðið er með mikið breytt lið frá því í fyrra þegar þær nældu í báða stóru titlana.