Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 15. janúar 2003 kl. 09:45

"Stuðningsmannsveitin" hvetur Keflvíkinga að fjölmenna á körfuboltaleikina

Nokkrir gallvaskir stuðningsmenn Keflavíkurliðsins í körfuknattleik, sem kalla sig "Stuðningsmannasveitina", hafa ákveðið að senda fylgjendum Keflavíkur áskorun þess efnis að þeir fjölmenni á næstu leiki í körfunni og styðji við bakið á liðinu í baráttunni sem framundan er. Þeir félagar hafa verið duglegir við að mæta á leiki með trommur og annað tilheyrandi til að halda uppi stuðinu á pöllunum og munu þeir halda því áfram nk. laugardag þegar Keflvíkingar mæta ÍR í 4-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Doritos.Já kæru Keflvíkingar nú er komið á undanúrslitunum bikarsins á laugardag á móti ÍR og þarf Keflavíkurliðið á öllum okkar stuðning að halda. Þá erum við ekki bara að tala um okkur drengina í "Stuðningsmannasveitinni" heldur ALLA fylgismenn Keflavíkurliðsins! Það hefur svolítið borið á því í gegnum tíðina að það séu ekki allir "jafn miklir stuðningsmenn" þ.e.a.s menn sem mæta bara á leikina og sitja þarna eins og steindauðar skötur og ætlast til þess að Keflavík vinni leikina hjálparlaust. Þeir geta ekki einu sinni séð það í sér að láta aðeins í sér heyra á meðan leik stendur. Sem betur fer eru ekki margir svona áhorfendur á meðal fylgismanna Keflavíkur en það hefur stundum borið á þessu, en þá er bara um að gera að taka þetta til sín og mæta tvíefldir á næsta leik, ekki satt?

Keflvískir áhorfendur hafa þó oftast fylgt sínu liði vel og verið viðstaddir alveg fjölmarga frábæra sigra liðsins á undanförnum árum. Því viljum við bara skora á alla Keflvíkinga að mæta vel og láta heyra hressilega í sér það sem eftir lifir þessa tímabils og hjálpa Keflavíkurliðinu að vinna alla þá titla sem í boði eru.

Allir í Stuðningsmannasveitinni vilja skora á áhorfendur, hvort sem þeir sitja uppi í stúkunni eða niðri, að skrúfa frá barkanum og láta vel í sér heyra á laugardaginn næstkomandi. Næsti bikar á dagskrá hjá okkur er Bikarmeistaratitillinn og ætlum við okkur hann þann 8. febbrúar í Höllinni, það er engin spurning!
Einnig viljum við skora á Keflvíkinga að fjölmenna á kvennaleikinn í Grindavík á föstudag og koma þeim í úrslitin því það væri ekki amalegt að fá tvöfaldan leik í Höllinni líkt og við gerðum á móti KR hér um árið. Við skorum að lokum á leikmenn liðsins að taka þátt í leiknum af meiri líf og sál, líkt og Falur Harðarson gerði í síðasta leik, því það liftir stuðningsmönnunum upp!

Áfram Keflavík!

Jói, Beggi, Kristinn, Einar, Bjössi og allir hinir í "Stuðningsmannasveitinni"


Texti við lagstubb sem við syngjum á leikjum:

Við styðjum Keflavík
lalalala
Við styðjum Keflavík
laaaalalalala
Við styðjum Keflavík
lalalala
Og við munum vinna þennann leik
"TROMMUR"
KEFLAVÍK (öskur)
"TROMMUR"
OG SVO FRAMVEGIS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024