Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

  • Stuðningsmaðurinn Már sendir kveðjur til Keflvíkinga
    Már fagnar sigri Keflvíkinga ásamt Herði Sveinssyni framherja í fyrra.
  • Stuðningsmaðurinn Már sendir kveðjur til Keflvíkinga
    Már er efnilegur sundmaður en hann er núna staddur í Barcelona.
Miðvikudagur 30. júlí 2014 kl. 11:05

Stuðningsmaðurinn Már sendir kveðjur til Keflvíkinga

Kemst ekki á leikinn í kvöld

Einn allra harðasti stuðningsmaður Keflvíkinga, Már Gunnarsson, kemst því miður ekki á leikinn í kvöld þar sem Keflvíkingar taka á móti Víkingum í undanúrslitum í Borgunarbikar karla í knattspyrnu. Már hefur að öðrum ólöstuðum haldið uppi stemningunni í stúkunni á Nettóvellinum í sumar en hann er núna staddur í æfingabúðum í Barcelona með sundliði ÍRB.

Kjörorð Más eru „Betri hvatning meiri árangur,“ en Már vildi koma kveðju til strákanna í liðinu og jafnframt hvetja stuðningsmenn til þess að láta í sér heyra. „Ég vona að allir sannir Keflvíkingar láti í sér heyra í kvöld,“ sagði Már í kveðju sem hann sendi Víkurfréttum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024