Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stuðningsmaður Grindavíkur lætur í sér heyra
Miðvikudagur 27. apríl 2011 kl. 14:29

Stuðningsmaður Grindavíkur lætur í sér heyra

Tryggvi Þór Kristjánsson, stuðningsmaður Grindavíkurliðsins, stingur niður penna á fotbolta.net og gerir þar óspart grín að spekúlöntum sem spá og spekúlera fyrir sumarið og bendir jafnframt á misrétti sem viðgengst í kynningu á liðunum.

,,Annað sem stingur pínulítið í augu okkar landsbyggðartúttanna þessa dagana eru stiklur sem Stöð 2 hefur látið gera fyrir komandi sumar. Þar glittir í þekkt andlit og þekkta búninga í lange baner, en eitthvað minna af greyinu honum Jóni, sem þó ætlar að vera með í sumar. Við hérna í rokinu fáum ekki einu sinni mynd af merki okkar í bílglugga, hvað þá meira. Sumir eru víst alltaf örlítið meira aðal en aðrir í þessum heimi,“ segir Tryggvi m.a.

Greinina í heildsinni má lesa með því að smella hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024