Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stúdínur sigruðu Grindavík
Laugardagur 18. febrúar 2006 kl. 20:47

Stúdínur sigruðu Grindavík

ÍS eru Lýsingarbikarmeistarar kvenna eftir sigur á Grindavík í dag 73 – 88 í Laugardalshöll. Leikurinn var hin besta skemmtun en Stúdínur reyndust sterkari á lokasprettinum og fögnuðu sigri í leikslok.

Jerica Watson gerði 26 stig fyrir Grindavík og tók 12 fráköst en Maria Conlon var atkvæðamest hjá Stúdínum með 25 stig og 14 stoðsendingar.

Nánar verður fjallað um leikinn á morgun í máli og myndum og þá verður einnig hægt að skoða myndbrot úr Höllinni sem og viðtöl við leikmenn og þjálfara.

VF – myndir/ Þorgils Jónsson og Jón Björn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024