Stríðið hefst í kvöld
Fyrsta orustan í stríði Keflavíkur og Njarðvíkur í 4-liða úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik hefst í kvöld. Bæði lið eru vel undirbúin fyrir þessa leikin en Njarðvíkingar tóku KR-inga 2-0 og hafa ekki tapað leik með Gregory Harris innanborðs. Keflvíkingar sýndu það í síðasta leik sínum gegn ÍR að þeir eru til alls vísir hrökkvi þeir í gang en þeir skoruðu 72 stig í fyrrihálfleik í þeim leik. Leikurinn hefst kl. 19:15!Flestir hafa spáð Njarðvík sigri enda eru þeir oft illviðráðanlegir í úrslitakeppninni með Teit Örlygsson í broddi fylkinga. Það verður því án efa erfitt verkefni fyrir Keflvíkinga að taka á Njarðvík en með menn eins og Guðjón Skúlason, Damon Johnson og Magnús Þór Gunnarsson í góðum gír geta þeir unnið hvaða lið sem er.
Búast má við hörkuleik í kvöld og verður án efa barist til síðasta blóðdropa!
Búast má við hörkuleik í kvöld og verður án efa barist til síðasta blóðdropa!