Strandhögg Njarðvíkinga
Júdómenn UMFN gerðu það gott um helgina á Íslandsmóti 15-16 ára og 17-20 ára. Njarðvíkingar sendu 7 keppendur á mótið og unnu þeir til alls 5 verðlauna.
Brynjar Kristinn Guðmundsson varð Íslandsmeistari í +90kg flokki 15-16ára, Ástþór Andri Jónsson hlaut silfurverðluan og Kristján Snær Jónsson bronz í sama þyndar og aldursflokki.
Alexander Hauksson glímdi um bronzið í -81kg flokki og hlaut sigur eftir harða rimmu sem endaði með því að Alexander þvingaði andstæðing sinn til uppgjafar með svokallaðri hengingu.
Í flokki 17 til 20 ára kepptu þeir Birkir Freyr Guðbjartsson í -90kg flokki og Egill Steinar Hjálmarsson í -73kg flokki. Birkir Freyr krækti í þriðja sætið í sínum þyngdarflokk með því að skella andstæðing sínum og halda honum í fastataki í 25 sek.
Þessi árangur má kallast nokkuð góður miðað við starfstíma deildarinnar.