Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórtöp hjá kvennaliðunum
Miðvikudagur 29. júlí 2009 kl. 21:52

Stórtöp hjá kvennaliðunum

Suðurnesjaliðin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í kvöld. Bæði Keflavík og GRV, sameinað lið Grindavíkur, Reynis og Víðis, töpuðu með miklum mun. GRV fyrir toppliði Vals, 0-5, og Keflavík fyrir Breiðabliki, 10-0, í Kópavogi.


GRV stóð lengi vel í stórliði Vals þar sem staðan var einungis 0-1 í hálfleik og 0-2 þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Þá tóku meistararnir á sig rögg og skoruðu þrívegis áður en yfir lauk, en þriðja mark leiksins kom úr vítaspyrnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Botnlið Keflavíkur átti aldrei möguleika gegn sterku liði Breiðabliks, sem er í öðru sæti deildarinnar. Fyrsta markið kom á 3. mínútu og svo duttu þau inn eitt af öðru, en þau tvö síðustu komu á lokamínútum leiksins.


Keflavík er enn á botni deildarinnar, án stiga eftir 13 umferðir, en GRV er í nokkru betri stöðu, í 8. sæti, en þó nokkru fyrir ofan lið ÍR sem er í því 9.