Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórtap hjá kvennalandsliðinu
Miðvikudagur 6. ágúst 2008 kl. 16:45

Stórtap hjá kvennalandsliðinu

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hóf keppni á Norðurlandamótinu sem fram fer í Gentofte í Danmörku. Liðið lék á móti Svíum í fyrsta leiknum í dag og þurftu að sætta sig við stórt tap. Lokatölur leiksins urðu 47-81 fyrir Svía. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í liði Íslands en hún var með 17 stig, 4 stoðsendingar og 3 fráköst.

Rúmur helmingur liðsins leikur með liðum á Suðurnesjum en Jovana Stefánsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Petrúnella Skúladóttir leika með Grindavík. Margrét Kara Sturludóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir leika með Keflavík og tóku þátt í leiknum í dag. María Ben Erlingsdóttir var með fimm stig í dag en hún lék með Keflavík áður en hún fór í háskóla í Bandaríkjunum.

Tölfræði

VF-Mynd: Petrúnella Skúladóttir setti niður þrjú stig í stórtapi Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024