Stórt tippkerfi hjá Grindvíkingum
Getraunaguttarnir í Gula húsinu í Grindavík ætla að selja enn á ný hlut í stórum seðli um helgina sem allir geta keypt sig inn í en þetta fyrirkomulag hefur slegið í gegn í vetur! Seðillinn kostar um 280 þús. kr. og verða seldir 70 hlutir á 4.000 kr. hver í þetta kerfi.
Fyrstur kemur fyrstur fær! Þeir sem ætla að vera með eiga að hafa samband við Bjarka Guðmunds í síma 894-3134 eða senda tölvupóst á [email protected].
Svo verður að sjálfsögðu opið í Gula húsinu á laugardaginn milli 11 og 13 fyrir alla tippara.
Svona verður seðillinn (opinn seðill):
1. W.B.A. - Man City 2
2. Fulham - Aston Villa 1x2
3. Liverpool - Reading 12
4. Man Utd - Stoke 1
5. Swansea - Wigan 12
6. West Ham - Southampt 1x2
7. Birmingham - Leicester 1x
8. Brighton - Middlesbro 1x2
9. Charlton - Barnsley 1x
10. Derby - Blackburn 12
11. Huddersfield - Wolves 1x2
12. Hull - Ipswich 12
13. Nott. For. - Cardiff 1x2