Stórt tap í fyrsta leik á nýja grasinu
Njarðvíkingar máttu sætta sig við stóran 1-5 ósigur gegn Þrótti Reykjavík í gærkvöldi þegar liðin mættust í æfingaleik í knattspyrnu í Reykjaneshöll. Leikurinn var sá fyrsti á nýja gervigrasinu sem nýverið var lagt í höllinni og hefur greinilega fallið Reykjavíkurliðinu vel í geð.
Ísak Örn Þórðarson gerði eina mark Njarðvíkur í leiknum sem telfdi fram nokkuð ungu liði í gærkveldi. Njarðvíkingar leika í 1. deild á næstu leiktíð en Þróttur Reykjavík verður í Landsbankadeildinni.