Stórt tap hjá Sandgerðingum
KF vann þá 4-0 sigur á Reyni Sandgerði í 2. deild knattspyrnu karla í gær. Nenad Zivanovic, Þórður Birgisson, Agnar Þór Sveinsson og Skagamaðurinn Jón Björgvin Kristjánsson skoruðu mörk heimamanna. KF er því komið í annað sæti deildarinnar með 26 stig en Reynismenn, sem hafa tapað síðustu tveimur leikjum eru í 5. sæti með 24 stig.