Stórt tap hjá Njarðvíkingum - Ómar sá rautt
Njarðvíkingar máttu sætta sig við stórt tap gegn Sindramönnum á útvelli þegar liðin áttust við í 2. deild karla í fótbolta í gær. Lokatölur reyndust 5-0 en Ómar Jóhannsson markvörður Njarðvíkinga fékk að líta rauða spjaldið strax á fimmtu mínútu leiksins. Eftir það varð brekkan brött. Njarðvíkingar eru í sjötta sæti deildarinnar eftir tapið í gær.