Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur Víðis
Laugardagur 28. júní 2008 kl. 10:25

Stórsigur Víðis

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðismenn unnu stórsigur á ÍH, 5-1, í leik liðanna í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Með sigrinum halda Víðismenn sínu striki í toppbaráttu deildarinnar og eru í 3. sæti.

Björn Bergmann Vilhjálmsson og Slavisa Mitic komu Víði í 2-0 í fyrri hálfleik, en í upphafi þess seinni minnkuðu Hafnfirðingar muninn. Það var þó skammgóður vermir því Mitic svaraði að bragði með sínu öðru marki og fullkomnaði þrennuna á 74. mínútu.

Á 78. mínútu fækkaði svo í liði ÍH þegar markverði þeirra var vísað af velli fyrir tvö gul spjöld á sömu mínútu. Fyrst handlék hann knöttinn utan teigs og sparkaði honum svo burt svo Garðar Örn Hinriksson, dómari, átti ekki annars úrkosti en að sýna honum reisupassann.

Þar sem ÍH hafði notað allar sínar skiptingar varð útileikmaður að fara í markið og gat hann lítið gert við því að Einar Karl Vilhjálmsson bætti við fimmta marki Garðmanna.

Sigurinn var í höfn og Víðismenn enn taplausir og í góðum málum.


VF-mynd úr safni