Stórsigur Þróttar á nágrönnunum úr Sandgerði - Tap hjá Víði
Þróttarar í Vogum unnu stórsigur á nágrönnum sínum úr Sandgerði en hlutskipti liðanna hafa verið ólík í sumar. Vogamenn í toppbaráttunni en Sandgerðingar á botninum. Víðismenn léku við KV í 3. deildinni og töpuðu 1-0. Þeir eru þó í 2.-3. sæti deildarinnar.
Í Vogunum náðu gestirnir forystu á 23. mínútu þegar lberto Sánchez Montilla skoraði fyrsta mark leiksins. Ásgeir Marteinsson jafnaði á 73. mínútu og jafnt var fram á 85. mínútu þegar heimamenn náðu foyrstu með marki Jóhanns Þórs Arnarsonar. Þeir létu kné fylgja kviði og bættu við tveimur mörkum, Hreinn Ingólfsson og Guðni Sigþórsson sitt hvort markið á sömu 91. mínútunni.
Reynismenn sitja neðstir með 11 stig, sex stigum frá þriðja neðsta sæti. Þróttarar eru í 3.-4. sæti með Víkingi Ó. með 32 stig.
Helgi Þór Gunnarsson tók myndir í leiknum í Vogunum og sjá má myndasafn frá honum hér neðar í fréttinni.