Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur Þróttar
Andri Jónasson skoraði fjórða og síðasta markið í stórsigri Þróttar á KF. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 14. september 2020 kl. 10:22

Stórsigur Þróttar

Þróttarar tóku á móti KF á Vogaídýfuvellinum í gær og unnu léttan 4:0 sigur. Þróttur er í fjórða sæti 2. deildar karla eftir þrjá sigurleiki í röð.

Það tók Þróttara tæpan hálftíma að brjóta niður vörn KF en á 29. mínútu fengu þeir dæmt víti sem Alexander Helgason skoraði úr.

Eysteinn Þorri Björgvinsson bætti öðru marki við fimm mínútum síðar (34') og staðan í hálfleik 2:0 fyrir Þrótti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik gerðu Þróttarar út um leikinn. Fyrst skoraði Hubert Rafal Kotus (59') og Andri Jónasson bætti fjórða markinu við (62') og gulltryggði stórsigur Þróttar.

Þróttur er fast á hælum Njarðvíkinga í fjórða sæti 2. deildar, sex stigum frá toppliðunum.