Sunnudagur 22. maí 2011 kl. 18:06
Stórsigur þegar Víðismenn fögnuðu 75 ára afmæli sínu
Víðismenn fögnuðu 75 ára afmæli sínu heldur betur með pomp og prakt. Þeir unnu öruggan 5-1 sigur á liði Vængja Júpiters í 3. deildinni í gær. Markaskorarar Víðismanna voru þeir Eiríkur Viljar H Kúld sem gerði þrjú mörk og svo skoruðu þeir Magnús Ólafsson og Davíð Örn Hallgrímsson sitt markið hvor.