Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 13. ágúst 2003 kl. 11:19

Stórsigur Reynis á Afríku

Reynismenn unnu auðveldan 8-1 skyldusigur á Afríku á Sandgerðisvelli í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppni 3. deildar. Heimamenn, sem eru öryggir í úrslitakeppni deildarinnar, áttu aldrei í vandræðum með gestina.Þegar flautað var til hálfleiks höfðu mörk frá Hafsteini Friðrikssyni, Smára Guðmundssyni og Sverri Hákonarsyni komið Reyni í 3-0. Strax í upphafi seinni hálfleiks bættu Reynismenn tveimur mörkum við, fyrst Bjarki Dagsson og síðan Hafsteinn Helgason úr víti. Saint Paul Edeh náði að laga stöðuna fyrir Afríku með glæsilegu marki þegar hálftími var til leiksloka. Gísli Þór Þórarinsson kom Reyni í 6-1 og Hafsteinn Friðriksson bætti sínu öðru marki við og breytti stöðunni í 7-1. Það var síðan vel við hæfi að besti maður vallarins, Sverrir Hákonarson, skoraði sitt annað mark og það síðasta í leiknum með glæsilegu skoti. Reynir á eftir að fara til Hveragerðis og spila við Hamar, en laugardaginn 23. ágúst byrja átökin í úrslitakeppninni þegar annað hvort Fjarðabyggð eða Höttur koma í heimsókn á Sandgerðisvöllinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024