Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 31. maí 2003 kl. 20:40

Stórsigur Reynis

Reynismenn þurftu að hafa lítið fyrir stórum sigri á bitlausum Ægismönnum þegar þeir mættust í roki og rigningu á ágætum Þorlákshafnarvelli s.l. föstudag. Eftir 10 mínútur voru Sandgerðingarnir búnir að skora tvö mörk og þegar flautað var til leikhlés voru mörkin orðin sex.Seinni hálfleikurinn var aðeins rólegri, en samt sem áður máttu sunnanmenn hirða knöttinn þrisvar úr eigin markneti. Helst bar til tíðinda að Sveinn Ingi Ástvaldsson skoraði einungis tveimur mínútum eftir að hann kom inná í sínum fyrsta opinbera leik í meistaraflokki. Leikurinn endaði með öruggum sigri Reynis 0-9.

Mörk Reynis: Hafsteinn Þór Friðriksson (2), Vilhjálmur Skúlason (2), Arnar Már Jónsson, Ari Gylfason, Guðmundur G. Gunnarsson, Sveinn Ingi Ástvaldsson og Eysteinn Már Guðvarðarson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024