Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur Njarðvíkinga
Laugardagur 24. mars 2007 kl. 21:23

Stórsigur Njarðvíkinga

Njarðvík átti ekki í miklum erfiðleikum með granna sína frá Grindavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum IcelandExpress-deildarinnar í körfuknattleik karla í kvöld. Njarðvíkingar, sem léku á heimavelli, unnu stórsigur, 96-78.

Yfirburðir þeirra voru enn meiri en lokatölur gefa til kynna því þeir kláruðu leikinn í raun strax í byrjun og leiddu, 32-10, eftir fyrsta leikhluta og staðan var 55-35 í hálfleik þar sem Igor Beljanski fór á kostum og skoraði 22 af 24 stigum sínum í leiknum.

Hann var stigahæstur Njarðvíkinga, en honum næstir voru Jeb Ivey og Jóhann Árni Ólafsson með 15 stig.

Páll Axel Vilbergsson dró vagninn fyrir Grindvíkinga með 24 stig, en Björn S. Brynjólfsson var með 13.

Nánari fréttir af leiknum, myndir og video af leiknum á morgun...

 

Vf-mynd/JBO: Friðrik Stefánsson í kröppum dansi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024