Stórsigur Keflvíkinga en enn eitt tapið hjá Grindavík
Keflvíkingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir lögðu ÍR-inga í Domino’s deildinni í körfubolta í Blue höllinni í Keflavík í gær. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn 32 stig, 102-70. Grindvíkingar töpuðu hins vegar enn einum leiknum, nú gegn Val á útivelli 100-96.
Það var aðeins í fyrsta leikhluta sem gestirnir í Keflavík sýndu mótspyrnu gegn sterkum heimamönnum en þeir leiddu eftir hann 24-25. Keflvíkingar snéru blaðinu við í næsta leikhluta og tóku svo öll völd á vellinum í síðari hálfleik sem þeir unnu með 25 stigum.
Stigaskorið var jafnara en oft áður og fleiri leikmenn komu að sigrinum en oft áður. Craion var stigahæstur með 20 stig og Gunnar Ólafs með 19 stig.
Keflavík-ÍR 102-70 (24-25, 23-15, 24-12, 31-18)
Keflavík: Michael Craion 20/8 fráköst/3 varin skot, Gunnar Ólafsson 19/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/4 fráköst, Ágúst Orrason 12, Reggie Dupree 9, Mindaugas Kacinas 8/13 fráköst, Magnús Már Traustason 6/5 stolnir, Davíð Páll Hermannsson 5, Mantas Mockevicius 4, Andri Þór Tryggvason 2, Sigurður Hólm Brynjarsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0.
Grindvíkingar töpuðu í miklum stigaleik á Hlíðarenda. Valsmenn leiddu með 4 stigum í hálfleik en leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann. Lokaleikhlutinn fór 32-34 í miklu stigaskori þar sem gestirnir reyndu allt til að hirða stigin en það gekk ekki og Grindvíkinga gengu enn einu sinni af velli án sigurs.
Valur-Grindavík 100-96 (24-23, 23-20, 21-19, 32-34)
Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 25/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 18/6 fráköst, Tiegbe Bamba 15/9 fráköst/5 stolnir, Ingvi Þór Guðmundsson 15, Jordy Kuiper 15, Lewis Clinch Jr. 6/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 2, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Johann Arni Olafsson 0.