Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur Keflvíkinga á Fjölni
Mánudagur 25. janúar 2010 kl. 09:09

Stórsigur Keflvíkinga á Fjölni


Keflvíkingar fóru létt með Fjölni í gærkvöldi þegar leiðin mættust í IE-deild karla í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Grafarvoginum og lauk með sigri Keflvíkinga, 103-84. Gunnar Einarsson var stigahæstur í liði Keflvíkinga með 25 stig. Draelon Burns skoraði 17 stig, einnig þeir Þröstur Leo Jóhannsson og Hörður Axel Vilhjálmsson.

Þetta var fjórði deildarsigur Keflvíkinga í röð og er liðið nú í toppbaráttunni ásamt Njarðvík og KR. Þessi lið eru öll með 22 stig, Njarðvík og KR eftir 13 leiki og Keflavík eftir 14 leiki. Snæfell og Stjarnan koma þar á eftir með 20 stig eftir 14 leiki. Grindavík vermir 6. sætið með 16 stig eftir 13 leiki.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/pket.