Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur Keflvíkinga
Carmen Tyson Thomas fór á kostum hjá Keflvíkingum.
Fimmtudagur 8. janúar 2015 kl. 08:39

Stórsigur Keflvíkinga

Keflvíkingar unnu öruggan sigur á útivelli gegn Blikum í Domino's deild kvenna í gær. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en í þeim seinni tóku Keflvíkingar öll völd og höfðu að lokum 35 stiga sigur, lokatölur 55-90. Carmen Tyson-Thomas fór enn og aftur fyrir Keflvíkingum, en hús skoraði 35 stig í tók 15 fráköst. Keflvíkingar eru enn í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Snæfellingum.

Breiðablik-Keflavík 55-90 (23-22, 13-20, 8-26, 11-22)

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 33/15 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 7, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024