Stórsigur Keflavíkur á Sindra
Keflavík mætti Sindra í Inkasso-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu á Nettóvellinum í Keflavík síðdegis á mánudag, þar sem heimakonur sigruðu auðveldlega 9-0.
Keflavík er í toppsæti deildarinnar með 16 stig eftir að hafa unnið fimm leiki af sex. Einn leikur endaði með jafntefli. Sindri situr hinsvegar á botninum með aðeins eitt stig.
Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Keflavík en í seinni hálfleik skoruðu Keflavíkurstúlkur sjö mörk og endaði leikurinn 9-0.
Keflavík fær Hauka í heimsókn í næsta leik, sem verður föstudaginn 6. júlí kl. 19:15 á Nettóvellinum í Keflavík. Það verður sannkallaður toppslagur því Haukar eru í öðru sæti deidarinnar á eftir Keflavík.
Mörk Keflavíkur gegn Sindra:
1-0 Sveindís Jane Jónsdóttir (30')
2-0 Marín Rún Guðmundsdóttir (40')
3-0 Anita Lind Daníelsdóttir (48', mark úr víti)
4-0 Natasha Moraa Anasi (62')
5-0 Sveindís Jane Jónsdóttir (68')
6-0 Sveindís Jane Jónsdóttir (72')
7-0 Amelía Rún Fjeldsted (75')
8-0 Amelía Rún Fjeldsted (84')
9-0 Kara Petra Aradóttir (90')
Myndir: Árni Þór Guðjónsson, [email protected]