Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur Keflavíkur
Miðvikudagur 28. júní 2006 kl. 21:59

Stórsigur Keflavíkur

Keflvíkingar gjörsigruðu lánlausa Breiðabliksmenn í leik liðanna í Landsbankadeild karla í kvöld, 5-0.

Sigurinn var afgerandi eins og lokatölurnar gefa til kynna en Baldur Sigurðsson og Stefán Örn Arnarson skoruðu tvö mörk hvor áður en Símun Samúelsen kláraði leikinn endanlega með fimmta markinu á 72. mínútu.

Eftir leiki kvöldins er Keflavík í sjötta sæti deildarinnar en Grindavík er í því þriðja eftir tap gegn verðandi meisturum FH.

VF-myndir/Þorgils

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024