Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur í Keflavík
Fimmtudagur 13. júlí 2006 kl. 21:31

Stórsigur í Keflavík

Eyjamenn voru kafsigldir í Keflavík í kvöld þegar heimamenn, Keflavík, sigraði þá með sex mörkum gegn tveimur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Með sigrinum er Keflavík komið í 3. sæti deildarinnar með 14 stig.

Þórarinn Kristjánsson og Stefán Örn Arnarson gerður tvö mörk hver, Guðmundur Steinarsson eitt og Kenneth Gustafsson sömuleiðis eitt mark.

Pétur Runólfsson og Ulrich Drost skoruðu mörk Eyjamanna. Páll Hjarðar, leikmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið á 69. mínútu.

Það voru Eyjamenn sem skoruðu fyrsta markið í leiknum, Keflavík jafnaði, komst yfir og síðan var ekki aftur snúið. Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Keflavík.

 

Félag

L

U

J

T

Mörk

Net

Stig

1

FH

10

8

2

0

19  -    5

14

26

2

Fylkir

10

5

1

4

13  -  12

1

16

3

Keflavík

10

4

2

4

20  -  11

9

14

4

Víkingur R.

10

4

2

4

13  -    9

4

14

5

Grindavík

10

3

4

3

15  -  12

3

13

6

Valur

10

3

4

3

13  -  12

1

13

7

KR

10

4

1

5

  8  -  19

-11

13

8

Breiðablik

10

3

2

5

17  -  23

-6

11

9

ÍBV

10

3

2

5

11  -  20

-9

11

10

ÍA

10

3

0

7

12  -  18

-6

9

 

Mynd: Þegar Eyjamenn sjá ekki Heimaklett, geta þeir lítið sem ekkert í fótbolta. Heimaklettur var víðsfjarri Keflavíkurvelli í kvöld.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024