Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur í Garðinum
Jóhann Þór Arnarsson hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum fyrir Víði á tímabilinu. Mynd af Facebook-síðu Víðis
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 30. maí 2022 kl. 17:11

Stórsigur í Garðinum

Víðismenn hafa farið vel af stað í 3. deild karla í knattspyrnu og að loknum fjórum umferðum eru þeir í öðru sæti deildarinnar með þrjá sigra og eitt tap. Víðir tók á móti KFS úr Vestmannaeyjum á laugardaginn og unnu glæsilegan 6:2 sigur.

Það var markahrókurinn Jóhann Þór Arnarsson sem kom Víðismönnum á bragðið með mörkum á 10. og 15. mínútu leiksins. Aron Freyr Róbertsson bætti þá tveimur mörkum við (17' og 29') en KFS náði að skora á milli marka Arons. Staðan í hálfleik 4:1.

KFS minnkaði muninn í tvö mörk, 4:2 (50') enJóhann Þór var ekki hættur og bætti sínu þriðja marki við (68') áður en Árni Gunnar Þorsteinsson rak síðasta naglann í kistu Eyjamanna (81') og lokatölur 6:2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dalvík/Reynir er efst í 3. deild með fullt hús stiga, tólf stig, en Víðir er með níu stig eins og KFC.