Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur í fyrsta leik Guðjóns
Föstudagur 28. janúar 2005 kl. 11:36

Stórsigur í fyrsta leik Guðjóns

Hörður Sveinsson skoraði þrjú mörk fyrir Keflavík í 7-0 stórsigri gegn Aftureldinu í fyrrakvöld. Þá skoruðu þeir Stefán Gíslason, Magnús Þorsteinsson, Gunnar Kristinsson og Sigþór Snorrason eitt mark hvor.

Þetta var fyrsti æfingaleikurinn undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og fór fram í Reykjaneshöllinni. Næsti leikur liðsins verður í fyrramálið gegn ÍA.

Mynd úr safni VF. Hörður skorar gegn KR í sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024