Stórsigur hjá RKV gegn ÍR
RKV sigraði ÍR, neðsta lið 1. deildar kvenna í knattspyrnu, 4-0 á mánudag en leikurinn fór fram í ÍR-velli. RKV stúlkur voru að spila ágætlega í leiknum og áttu ekki í miklum vandræðum með slakt lið ÍR-stúlkna. Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö marka RKV og Bergey Erna Sigurðardóttir og Lilja Íris Gunnarsdóttir skoruðu sitt markið hvor.
RKV er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 9 leiki og möguleikar þeirra á að komast upp um deild eru ekki miklir.
RKV er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 9 leiki og möguleikar þeirra á að komast upp um deild eru ekki miklir.