Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur hjá Njarðvíkingum
Mánudagur 12. september 2011 kl. 09:12

Stórsigur hjá Njarðvíkingum

Njarðvík vann stóran, 0-6 sigur á ÍH þegar liðin mættust á Ásvöllum í gær. Það var strax ljóst að Njarðvíkingar ætluðu sér sigur út úr þessum leik og Andri Fannar skoraði fyrsta markið fljótlega með laglegu skoti. Einar Marteinsson bætti við marki stuttu seinna með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Næst tóku við hver sóknin á fætur annari og ljóst að mark lá í loftinu og það kom frá Andra Fannari sem kastaði sér fram og skallaði laglega í markið. Staðan í hálfleik 0 - 3. Umfn.is greinir frá leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og ætluðu greinilega að bæta við mörkum og laga markatöluna. Fjórða markið kom síðan eftir að Óli Jón Jónsson hafði stungið sér innfyrir vörnina hjá ÍH og sent hann laglega framhjá markverðinum. Gísli Freyr var næstur á markalistann en hann vann boltann á miðjunni og með flottu einstaklingsframlagi lék hann á hvern leikmanninn af öðrum og setti hann í bláhornið. Óli Jón kvittaði síðan fyrir og lauk markaveislunni með sínu öðru marki.

Staðan eftir 21 umferð er sú að Höttur hefur tryggt sér sæti í 1. deild, Tindastóll/Hvöt sem tapaði í dag á góðan möguleika en Afturelding og Njarðvík eiga einnig möguleika á að tryggja sér annað sætið. En Njarðvíkingar mæta Reynismönnum í síðustu umferðinni.

VF-Mynd: Andri Fannar setti tvö í gær.